22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (724)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Það er ekkert um það að segja, þótt hv. þm. vilji halda till. sínum til akvgr. Eigi að síður eru þær óþarfar. Hv. 2. þm. Skagf. talaði um, að fé það, sem um er að ræða, hafi ekki verið talið með innstæðufé sveita. Þetta er rétt ennþá, meðan ábyrgðin hvílir á þeim, en þegar búið er að taka alla ábyrgð af sveitarfélögum, þá getur þetta ekki verið annað en innstæðufé sveitanna.

Það getur vel verið, að málinu sé engin hætta búin, þótt það eigi eftir að fara til Ed., en svo stirt sem málið hefir gengið, finnst mér ekki réit að hrekja það að óþörfu milli deilda.