22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (725)

10. mál, Brunabótafélag Íslands

Jón Auðunn Jónsson:

Ég vil leggja til, að till.samþ., þó að ég álíti ekki vafa á því, að sveitirnar eigi þessa sjóði, eftir að skyldutryggingar eru fallnar úr l. Er rétt að benda sveitarstjórnum sérstaklega á þetta.

Sumar sveitarstjórnir hafa eytt stórum innstæðum, og eins hafa bæjarstjórnir eytt öllum innstæðum sínum; svo var t. d. á Ísafirði. Er því rétt að taka það fram, þar sem sjóðeignin tilfellur sveitarfélögunum, að þau megi ekki eyða þessu fé nema með samþykki sýslunefnda.