19.02.1932
Efri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (743)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Einar Árnason:

mér skilst, að eftir trú sinni hljbti hv. 1. þm. Reykv. að veitast erfitt að lifa í nokkru þjóðfélagi, því að öll þjóðfelög eru skipulögð að meira eða minna leyti af hálfu hins opinbera. Hvernig stendur á því, að nokkurt skipulag er til, ef reynslan hefir sýnt, að trú hv. 1. þm. Reykv . sé rétt?

Hv. þm. segir, að ég hafi haft trú á Síldareinkasölunni, en sú trú sé biluð. Þegar hún var borin fram hér á þingi, flutti ég till., sem gengu í þá átt, að draga úr áhættunni af ábyrgð ríkissjóðs. Þær till. syndu, að trú mín var ekki ótakmörkuð. Og ég hygg, að mér sé óhætt að fullyrða, að trú mín sé aldrei sterkari en svo, að ég geti lært af reynslunni. Hv. 1. þm. Reykv. hefir hinsvegar ekkert lært. Hann hafði enga túr á Síldareinkasölunni, er hún var sett, og hefir enga trú ennþá. Hann hefir ekkert lært og engu gleymt. Ég hefi sagt, að ég geti ekki fylgt Síldareinkasölunni eins og hún var, en telji hinsvegar óhjákvæmilegt, að síldarverzlunin verði skipulögð á einhvern hátt. Ég vil, að þetta komi skýrt fram, af því að hv. 1. þm. Reykv. hefir reynt að moka yfir það.