18.03.1932
Efri deild: 32. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1132 í B-deild Alþingistíðinda. (750)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Frsm. (Einar Árnason):

Hv. 2. landsk. spurðist fyrir um það, hvort sútvn. ætlaði að gera nokkrar till. um skipulag á síldarverzluninni. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er alveg sjálfstætt og útilokar ekki, að gerð verði ný skipun á þessum málum. En n. hefir þó ekki hugsað sér að flytja frv. í þá att. En út af öðru atr. vil ég taka það fram, að þar sem hv. þm. sagði, að ástandið í síldarútveginum myndi ekki batna við skipulagsleysi, þá er ég honum sammála.

Hv. þm. sagði, að það stæði stj. næst að flytja frv. um nýtt skipulag. En þetta mál hefir ekki verið flutt af Framsóknarfl. inn í þingið. Fyrst var það flutt af Íhaldsflokknum og síðan af jafnaðarmönnum. Þetta er líka eðlilegt. Eins og hæstv. dómsmrh. sagði, stendur hinum flokkunum næst að hafa forgöngu í þessa máli. En ef þessir flokkar vilja flytja frv. um skipulag, er ég fús til samvinnu, og svo mun vera um fleiri framsóknarmenn. En ég vil ekki flytja það sem flokksmal, af því að ég álít það til skaða fyrir málefnið, og ég hefi þá trú, að ósamlyndi um málið milli flokka hafi fyrst og fremst orðið síldareinkasölunni að falli. En ef allir flokkar styðja þetta mál, efast ég ekki um, að skipulag sé mikil trygging fyrir því, að þessi atvinnuvegur geti gengið sæmilega. Hefi ég þá skýrt afstöðu mína til málsins.