18.03.1932
Efri deild: 32. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (762)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Dómsmrh. (Jónas Jónsson) [óyfirl.]:

ég held, að hv. 1. landsk. ætti að tala varlega um töp bankanna í sambandi við ríkissjóð. Þessi hv. þm. mun hafa setið á þingi 1921, þegar taka þurfti stórt og óhagstaett lán til hjalpar Íslandsbanka. Hv. þm. ber hluta af ábyrgðinni á þessu láni. En ástæðan til þess, að það varð að taka rétta lán, var auðvitað neyð bankanna, sem fram var komin ekki sízt fyrir vitlausar síldarspekulationir. En Íslandsbanki hélt áfram að tapa. Allt, sem við kom stj. hans var í megnustu óreiðu. T. d. það, hvernig nánustu vinum hv. 1. landsk., þeim Sæmundi í Stykkishólmi og Stefáni Th. Jónssyni, voru lánaðar stórfúlgur til þess að spekulera með eftir eigin geðþótta. Fyrir nokkru er búið að gera upp þrotabú Stefáns Th. og voru skuldirnar við bankann 21/2 millj. kr., en upp úr þrotabúinu hafðist alls 300 þús. kr. Svo fyrirkomulagið með útlán bankans virðist hreint ekki hafa verið gallalaust.

Ef ætti að fara að rekja sögu lánsins frá 1921, hvernig það var tekið og hvernig því var ráðstafað, hvernig það hefir alltaf verið að verða þyngri og þyngri baggi á ríkissjóðnum, og hvernig hv. 1. landsk. kom ásamt fleirum veturinn 1930 og bað um ríkisábyrgð á allri súpunni, þó að hann fengi því ekki framgengt þá eins og hann vildi, ætti þetta að vera nægilegt til þess að sýna honum sambandið milli síldarspekulationa og bankatapa.