23.03.1932
Neðri deild: 36. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (780)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Jón Auðunn Jónsson:

Út af ræðu hv. 3. þm. Reykv., þar sem hann var að jafna saman sölu síldar og fiskjar á síðastl. ári, þá verð ég að segja, að þar er ólíku saman að jafna, þegar í báðum tilfellum er borið saman við sölu Norðmanna. Norðmenn hafa fengið 10 kr. fyrir innihald hverrar tunnu, sem þeir veiddu hér utan landhelgi, en við aðeins 2 kr., sem þó var ekki hægt að borga. Þar á móti höfum við selt fiskinn svipuðu verði og Norðmenn seldu sinn, svo hér er ólíku saman að jafna og er samanburðurinn sízt til þess að auka álit einkasölunnar. Síldareinkasalan hefir ekki staðizt samkeppnina, en frjáls verzlun vel.