23.03.1932
Neðri deild: 36. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (781)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Guðbrandur Ísberg:

Ég hefi ekki séð ástæðu til að taka þátt í hinum almennu umr. um Síldareinkasöluna. Sú hlið málsins hefir verið tekin til athugunar bæði af hv. þm. G.-K. og hv. þm. Vestm. Hafa þeir báðir rakið það mál af kunnugleika og að nokkru eftir eigin reynslu. Ég hefi þar litlu eða engu við umr. að bæta. Í sambandi við þau lög, sem hér er leitað staðfestingar á, skal ég geta þess, að ég er því ákveðið fylgjandi, að Síldareinkasalan sé lögð niður. Er það í samræmi við mína eigin skoðun og yfirlýstan vilja frá þorra þeirra manna, er að þessum atvinnurekstri standa. Ég vil ekki fortaka, að hægt væri að skipuleggja þennan atvinnuveg, en ef það ætti að gerast, þá mundi það kosta svo mikið fé, að hvorki einstaklingar né ríkissjóður mundu geta lagt það fram eins og nú er ástatt. Eins og nú er komið, hefi ég bezta trú á frjálsu framtaki einstaklingsins. Ef það dugir ekki til að rétta síldarútveginn, þá dugir ekki heldur annað.

Viðvíkjandi bráðabirgðalögum er það að segja, að mjög eru skiptar skoðanir um það, hvort heppilegt var að setja þrotabúið undir skiptameðferð á þann hátt, sem það var gert. En út í það vil ég ekki fara að svo stöddu. En í einstökum afr. hefir sumum verið gerður óþolandi óréttur með ákvæðum bráðabirgalaganna. Hefi ég því borið fram frv., sem enn eru þó eigi komin á dagskrá, með það fyrir augum að fá bætt úr þessu að einhverju eða öllu leyti. En þar sem frá. Þetta fer væntanlega til sjútvn., en þar á ég sæti, og ég vona, að hin frv. komist þangað bráðlega líka, þá mun ég geyma mér frekari umr. þangað til n. hefir tekið ákvörðun um þessi mál.