13.04.1932
Neðri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1217 í B-deild Alþingistíðinda. (805)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Frsm. (Bergur Jónsson):

mér þykir vænt um, að hv. þm. Borgf. sér ekki ástæðu til að halda fram þeirri kröfu, sem ýmsir hv. þm. hafa komið með, að fresta umr. En ég vildi benda hv. þm. á það, að með þeim mikla þingmannsþroska, sem hann þykist hafa, ætti hann að vita það eins vel og ég, að hver einasti þm. hefir rétt til þess að gera aths., við það, sem aðrir þm. koma fram með við umr. ég hefi sérstaka ástæðu til þess nú, af því að ég er frsm. málsins. Því leyfði ég mér að lýsa því yfir, að engin ástæða væri til að blanda því inn í umr., sem ekkert kæmi málinu við.