19.02.1932
Efri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1229 í B-deild Alþingistíðinda. (818)

14. mál, útflutningur hrossa

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Reynsla síðustu ára hefir fært flestum þeim, er einhver afskipti hafa af útflutningi hrossa, heim sanninn um það, að það er ekki allskostar gott að búa við þau lög, er gilda nú um það efni. Sum ákvæði þeirra laga eru orðin úrelt og gera þeim, er þessa voru hafa, óeðlilega erfitt með að koma henni á markað.

Það er nú öllum kunn sú mikla breyt., er orðið hefir í seinni tíð með sölumöguleika á hrossum. Áður var venjulega tiltölulega létt að selja þau, en er nú orðið afarerfitt. Það bann, sem í gildandi lögum er lagt á útflutning hrossa frá 1. nóv. til 1. júní, er hart að þola, er svo vill til, að sölutilboð fæst t. d. í nóv. Er þá hart fyrir útflytjendur að geta ekki notfært sér þá björg, er býst. — Þetta er aðalástæðan fyrir því, að þetta nýja frv. er fram komið, til þess að afnema þá hindrun setu lögin hafa lagt á útflutning hrossa. Hingað til hefir það verið svo, að næstum því hefir mátt segja, að yfirvöldin hafi orðið að loka augunum fyrir leigunum, til þess að svipta menn ekki þeirri björg, er boðizt hefir. Frv. er samið í samráði við dýralækni og með aðstoð þeirra manna, er fengizt hafa við útflutning hrossa. Vil ég leggja það til, að frv. verði vísað til landbn. að lokinni Þessari umr., en hún geti síðan ráðfært sig við dýralækni og útflytjendur.