25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í B-deild Alþingistíðinda. (825)

14. mál, útflutningur hrossa

Frsm. (Páll Hermannsson):

Það er réttilega tekið fram hjá hv. 3. landsk., að þegar texti frv. var prentaður upp, á þskj. 496 þá hafði fallið niður ein brtt. n., sem samþ. var. Í b-lið 1. brtt. við 1. gr. frv. á þskj. 453, er farið fram á, að í 3. málsl. gr. breytist „tvævetur“ hross í „3 vetra“. þessi till. var samþ. án atkvgr., en hefir gleymzt að taka hana upp í frv., þegar það var prentað upp. Ég hefi fært þetta í tal við skrifstofustjórann, og hann hefir lofað, að það skyldi verða lagað.

Hv. 3. landsk. flytur 3 brtt. á þskj. 517. Fyrsta till. er við 2. gr. frv. Maður gat náttúrlega átt von á þessari brtt., því að hv. þm. gat um það við 2. umr., að hann hefði í huga að bera hana fram. Hún fjallar um að nema í burt það algenga útflutningsbann á hrossum, sem í frv. er lagt til, að gildi um háveturinn, frá 15. okt. til 1. marz.

Ég verð nú að álíta, að það eigi ekki að flytja út hross á þessu tímabili — að það eigi ekki að flytja út markaðshross um hávetur, bæði vegna þess, að það getur svo farið, að þau séu svo illa útleikin, þegar þau koma á markaðinn, að þau séu ekki boðleg vara, því þau hljóta oft að sæta misjafnri meðferð á þessum tíma árs, af því að það verði ekki komizt hjá því vegna óhagstæðrar veðuráttu, bæði í flutningnum á landi og á hafinu, og svo vegna hins, að fari svo, að þessar skepnur verði fyrir barðinu á náttúruöflunum, þá finnst mér það heyra undir illa meðferð á skepnum.

Mér kom meira á óvart önnur brtt., þar sem hv. þm. fer fram á, að 3, málsl. 3. gr. falli burt. Þar eru, í 3. málsl., sem landbn. hafði sett í sínar brtt., settar nánari reglur um skoðun og merking hrossanna. Ég fæ nú varla skilið, að þessi ákvæði um að mæla og semja skrá yfir hin útfluttu hross og önnur þessi atriði, sem þar er talað um, hafi í för með sér mikinn kostnað. En þó hefir það auðvitað einhvern kostnað í fór með sér, en ég held, að hann verði í. Og það getur varla vakað fyrir mönnum, ef þeir á annað borð vilja vinna hrossum bættan markað, og ef þeir telja þörf á því, að horfa þá í þennan kostnað. Ég held, að með því að fella niður, að það skuli skoða hrossin, merkja þau, mæla o. s. frv., sé alveg fallið frá því að leitast við að vinna íslenzk hross upp á erlendum markaði. Því eins og menn vita, þá er nú á öllum sviðum reynt að vinna voru álit á markaðinum með mati, og sé það rétt aðferð, þá er undarlegt, ef það tekur ekki einnig til íslenzkra hrossa.

Þriðja brtt. stafar beinlínis af 2. brtt., svo ég sé enga þörf að ræða hana. En ég er á móti þessum brtt., sérstaklega ?. brtt. Maður getur sagt, að þar sem þarf að fá leyfi atvmrh. til útflutnings hrossa um háveturinn, þá kæmi það síður að slík. Hitt álít ég lakara, ef horfið væri frá því að stuðla að því með lagabreyt. þessari, að hrossamarkaður okkar erlendis gæti batnað.