25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (828)

14. mál, útflutningur hrossa

Jón Jónsson:

Ég skal taka fyrst það síðasta, sem hv. 4. landsk. minntist á, um útflutning 2 vetra hrossa. þetta er einmitt samkv. till. n., svo að ég held, að þetta hafi eitthvað skólazt til hjá hv. þm. (PM: Ég bið afsökunar, ef mér hefir orðið mismæli, það var útflutningur að vetrinum, sem ég átti við). Já, það er öðru máli að gegna, en mér skilst þó, að n. leggi ekki mikið kapp á, að sú brtt. mín verði felld, og er henni náttúrlega þakklátur fyrir það.

Um hitt er það að segja, að ég býst ekki við, að þessi skrá, sem á að fylgja hrossunum, hafi mikið að segja í því efni að vinna markað fyrir íslenzk hross. Aðalatriðið í því efni er það, að ekki séu flutt út nema sæmileg hross. En að gera þessa skrá og það, sem þarf til að geta gert hana, er svo mikill kostnaður og svo mikil fyrirhöfn, að það er mikið vafamal, að árangurinn borgi þá fyrirhöfn. En þó mínar brtt. verði samþ., verður skylt að láta fara fram skoðun á hrossunum til að tryggja það, að ekki sé leyfður útflutningur nema á þeim hrossum, sem eru sæmileg vara.