09.04.1932
Neðri deild: 47. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í B-deild Alþingistíðinda. (85)

1. mál, fjárlög 1933

Héðinn Valdimarsson:

Hæstv. fjmrh. hlýtur að sjá, að hver sá stjórnmálaflokkur, sem ekki kemur sínum málum fram, en sér aftur á móti þeim málum komið fram, sem honum eru þvert um geð, hlýtur að greiða atkv. eftir því gegn heim málum, sem eru honum andstæð, en með sínum eigin. Og það er þetta, sem við jafnaðarmenn gerum auðvitað hér. Það er ekki hægt að skuldbinda okkur til þess á nokkurn hátt að greiða atkv. með þessu, þótt 22–24 framsóknarmenn greiði atkv. þannig. (ÓTh: En sá tuttugasti og fjórði — er það hv. þm. Ísaf.?) Ég veit ekki með vissu, hvort það er hv. þm. G.-K., sem genginn er í Framsóknarflokkinn eða hæstv. fjmrh., sem genginu er yfir í íhaldið. (ÓTh: Jæja, hann stamar þó, þegar hann segir ósatt).

En það virðist vera einhver eignarréttartilfinning hjá hæstv. fjmrh. yfir okkur jafnaðarmönnum. Hann má ekki halda það, að þótt þessir 23 Framsóknarmenn hafi af tilviljun komizt inn í þingið, þá megi hinir ekki hreyfa sig öðruvísi en hann vill. Við jafnaðarmenn munum nota okkar vald til þess að koma fram okkar málum og til þess að berjast gegn því, sem við erum á móti.