29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

17. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég get ekki séð, að háskólinn sé nokkru nær því að fá húsnæði, þó að þetta frv. verði samþ., og sú ástæða hv. frsm. minni hl. er því. afarléttvæg. Ég fæ ekki seð, að nokkuð það sé í frv., sem geti flýtt fyrir þessu máli. Það eina í frv., sem gæti bent til þess, er það, að með samningum við Reykjavíkurbæ á að tryggja háskólanum loð, en það er alveg eins hægt með dágskrartill. hv. meiri hl. Það fer auðvitað eftir fjárhag ríkissjóðs, hvenær byrjað verður á þessari byggingu. Og ég er sannfærður um, að Reykjavíkurbær telur sig ekki vitund móðgaðan af dagskrártill., a. m. k. væri engin ástæða til þess að móðgast frekar af henni en frv. sjálfu. Í báðum tilfellum er farið fram á það sama, að Reykjavíkurbær leggi fram sem fullkomnasta lóð handa háskólanum, an nokkurra skuldbindinga í móti. Mér er ekki ljóst, að tilgangurinn með þessu frv. sé annar en sá að hræsna áhuga fyrir þessu máli, og er sannarlega ekki mikið fyrir það gefandi.

En það er eitt atriði í frv., sem mér finnst að mundi geta skipt talsverðu máli, en það er alveg óviðkomandi háskólanum. Í 3. gr. frv. er stj. gefin heimild til þess að láta reisa heimavist fyrir kennaraefni á þeim hluta lóðarinnar, sem ætlaður verður fyrir sjálfstæðar smábyggingar. Mér er ekki kunnugt, hvort stj. hefir nú þegar heimild til þess að reisa slíkar heimavistir fyrir kennaraefni, en sé því svo varið, er hér ekki um annað að ræða en það, að þessar heimavistir verði byggðar á lóð háskólans. En sé þarna farið fram á heimild til byggingar á slíkum heimavistum, þá er það allt annað mál en það sem frv. hljóðar um, og lítt skiljanlegt, hvers vegna því er slengt þarna saman. En það væri ágætt að fá upplýst hjá hæstv. stj., hvort þarna er verið að fara fram á nýja heimild eða ekki.

Ég ætla að lokum að endurtaka það, að ég álít frv. alveg tilgangslaust, og að allt það sama fengist, þó að dagskrártill. hv. meiri hl. yrði samþ.