09.04.1932
Neðri deild: 47. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

1. mál, fjárlög 1933

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég mun nú verða nokkuð vindbarinn af þessum fullyrðingum hv. jafnaðarmanna, en ég læt mig það litlu skipta. Það fer um þessa kreppu eins og vindinn, að við getum ekki séð fyrir, hvenær hún hefst né hvenær henni lýkur, og ég hygg, að hv. jafnaðarmenn geti heldur ekki sagt neitt um það.

Viðvíkjandi því, að öll stefna fjárlaganna sé þvert ofan í stefnu jafnaðarmanna, verð ég að álíta, að þeir hafi notað illa þann tíma, er þeir studdu Framsóknarstjórnina, því að þessi fjárl. bera greinilega vott margs þess, sem það samstarf leiddi til. Og ef það er nú allt einskisvirði, þá hefir þeim skjátlazt gífurlega.

Annars get ég vel sætt mig við það, að þessar umr. endi á þeirri yfirlýsingu hv. þm., að þeir jafnaðarmennirnir hafi aldrei stutt neina Framsóknarstj. !