12.03.1932
Efri deild: 27. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1293 í B-deild Alþingistíðinda. (897)

21. mál, geðveikrahæli

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

ég vildi segja það, út af þessum aths. hv. þm. Hafnf., að með þessu frv. er önnur hlið spítalamálsins leyst, nefnilega sú, að gera ástandið á Gamla-Kleppi lögum samkvæmt. Um Nýja-Klepp hefir engin löggjöf verið sett ennþá, og hefir það máske ekki komið að sök fyrst í stað, en hinsvegar hlýtur að koma að því, að slík löggjöf verði sett, og er ekki með öllu ósennilegt, að hún verði undirbúin til næsta þings og þá lögð fram. Eða þá hitt, sem mér virðist vel geta staðizt, að fjhn. eða fjvn. þingsins gerðu ákveðnar till. um þetta, sem síðan mætti fara eftir, þar til löggjöf verður sett um þetta. Ég hefi reynt að halda nokkru af daggjöldunum svo háum sem unnt er, til þess að afstýra tekjuhalla á nýja spítalanum, en álit um það hefir mér verið það vel ljóst, að þingið verður að ákveða þetta fyrr eða síðar, og ég hefi í því skyni hugsað mér að talfæra þetta við þær n. þingsins, sem einkum hafa með fjármál landsins að gera, og að þær gerðu þá till. um þessa hluti, sem hægt væri að fara eftir, þangað til löggjöf kæmi.