04.04.1932
Neðri deild: 42. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1295 í B-deild Alþingistíðinda. (902)

21. mál, geðveikrahæli

Frsm. (Bergur Jónsson):

Allshn. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir, því að lögin frá 1905, sem nema á úr gildi með frv., eru algerlega úrelt orðin. Þar er fyrst og fremst ákveðið að veita fé til þess að setja á stofn geðveikrahæli, og í öðru lagi, að í stjórn spítalans skuli vera landlæknir ásamt öðrum manni, en þeirri tilhögun hefir eigi verið fylgt. Loks eru í lögunum ákveðin daggjöld sjúkrahússins, en síðan þau urðu tvö, er nauðsynlegt að samræma daggjöldin á báðum sjúkrahúsunum, en það er ekki hægt nema afnema þessi log, þar sem daggjöldin eru ákveðin aðeins fyrir annað sjúkrahúsið. Fyrir þessar sakir virðist sjálfsagt og nauðsynlegt, að þessi lög verði afnumin.