04.04.1932
Neðri deild: 42. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1299 í B-deild Alþingistíðinda. (908)

21. mál, geðveikrahæli

Pétur Ottesen:

Mér skilst, að hv. frsm. og n. ætli að ganga þannig hér að verki, að fella niður þá tryggingu, sem felst í þessum l., og láta ekkert koma í staðinn, og er þá opin leið fyrir stj., að í stað þess, að ekki þarf að greiða nú nema um 500 kr. fyrir hvern sjúkling árlega, þá verði í þess stað hægt að krefjast, að greitt sé um 1200 kr., ef fylgt er þeim reglum, sem nú eru um lægstu daggjöld á Nýja-Kleppi. Þessir möguleikar standa opnir og til þess munu refirnir vera skornir, en hinsvegar lokað fyrir þá möguleika, sem hreppsfélögin hafa nú, að þurfa ekki að borga nema sem svarar 500 kr. á ári.