12.04.1932
Neðri deild: 49. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1300 í B-deild Alþingistíðinda. (912)

21. mál, geðveikrahæli

Vilmundur Jónsson:

Till. okkar ber ekki að skilja öðruvísi en svo, að með ákvæðum hennar verði stutt að því, að sjúklingar verði ekki látnir liggja að óþörfu á sjúkrahúsunum eftir að þeir hafa fengið bata. Það er kunnugt, að oft getur verið erfitt að fá sveitarstjórnir til þess að taka slíka sjúklinga heim, jafnvel þótt þeir hafi fengið sæmilegan bata og megi vel dvelja utan sjúkrahúss. Líka leggjum við til, að í staðinn fyrir orðin „lög um geðveikrahæli“ komi: „geðveikralög“, því að vafasamt er, að sérstök lög verði nokkurn tíma sett um geðveikrahæli, en geðveikralög hljóta að koma fyrr eða síðar. Ég vænti, að hv. þm. Borgf. get fallizt á till. með þessari skýringu.