29.02.1932
Efri deild: 16. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í B-deild Alþingistíðinda. (932)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Það munu ekki vera deildar meiningar um nauðsyn þess, að almenningur eigi sem allra greiðastan aðgang að því að sjá veðurfréttir þær og veðurspár, sem veðurathugunarstofan gefur út. sérstaklega á þetta þó við um sjómennina. Er það mál svo viðurkennt, að um það þarf ekki frekar að ræða. sá var síður áður, að veðurfregnir voru birtar á helztu landssímastöðvunum tvisvar á dag, en eftir að Útvarpsstöð Íslands tók til starfa, var hún látin varpa út veðurfregnunum, þar sem sýnt var, að með því kæmu þær að meiri og víðtækari notum. En þar sem nauðsynlegt þótti, að þær væru eftir sem áður festar upp á helztu útróðrarstövum, á þann hátt að almenningur ætti greiðan aðgang að, þá voru í fjárl. þessa ars veittar 5000 kr. til Fiskifélags Íslands í þessu skyni og það svo látið annast um birtingu veðurfregnanna í sjóplássum og kauptúnum. Fiskifélagið hefir starfrækt þetta á þann hátt, að það hefir tekið ákvörðun um að birta veðurfregnir á 59 stöðum á landinu. Hefir það gert samning við einstaka menn á þessum stöðum um að skrifa upp á sérstök eyðublöð og birta veðurfregnirnar. þetta hefir gengið misjafnlega. Það hefir reynzt erfiðleikum bundið að fá menn til að taka þetta að sér. Auk þess hafa komið óskir frá fleiri stöðum en þessum 59 um birtingu veðurfregna hjá sér. Virðist sjálfsagt að verða við þeim kröfum. En slíkt myndi kosta nokkurt fé, ef að fullu skyldi úr bætt. Stj. hefir því lagt þetta frv. fram, sem gerir ráð fyrir nokkuð annari skipun á þessu máli. Aðalatriðið er, að þar sem sjósókn er eða útræði er hættulegt, eða ef meiri hluti kjósenda í sveitarmálefnum æskir þess, þá skuli hreppsnefndir eða bæjarstjórnir sjá um, að hæfur maður eða kona annist um birtingu veðurfregna á kostnað sveitar- eða bæjarfélagsins. Ríkissjóður endurgreiðir svo helming þessa kostnaðar, po ekki yfir 50 kr. á hvern stað. Þetta gefur öllum jafnan rétt til birtingar veðurfregna, en takmarkar þó gjöld ríkissjóðs til þessarar starfsemi. Sjútvn. hefir athugað þetta frv. og telur tilhögun þá, sem frv. gerir ráð fyrir, heppilegri en þá, sem áður var. Hinsvegar má vera, að reynslan bendi síðar á heppilegri leið, eða breytingar á þessu, en n. telur, að frv. sé til bóta, og leggur því til, að það verði samþ. óbreytt.