19.04.1932
Neðri deild: 55. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (943)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil taka það skýrt fram, að það er langt frá, að ég sé að mæla gegn því, að brtt. sjútvn. verði samþ., heldur tel ég það sjálfsagða kurteisisskyldu gagnvart Fiskifélaginu að fá álit þess um þær, þar sem það hefir samið frv. og er fulltrúi ríkisstj. um þessi mál. Vil ég því beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá nú og fresti umr. um tvo daga.