25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (945)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Þetta mál var tekið út af dagskrá, þegar það var til umr. síðast, vegna þess að n. hafði lofað að tala við Fiskifélagið um þetta mál og í samráði við það gera brtt. En það hefir ekki náðst samkomulag um það. mér er kunnugt um það, að hv. þm. Borgf. ætlaði að bera fram brtt. við frv., og ég hefi lofað honum að láta hann vita um samkomulag milli sjútvn. og Fiskifélagsins, en ég hefi ekki náð í hann, af því hann hefir verið fjarverandi undanfarna daga. Ég vildi skjóta þessu til forseta, ef hann þá vildi taka málið út af dagskrá.