27.04.1932
Neðri deild: 61. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1315 í B-deild Alþingistíðinda. (948)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Það liggur hér fyrir brtt. frá sjútvn. Það hafði nefnil. verið vakin athygli á því eftir að málið var til síðustu umr., að ekki hefði verið venja hingað til að útvarpa veðurfregnum 4 sinnum á sólarhring allt árið, m. ö. o. ekki á tímabilinu 1. júní til 31. ág., því að þess hefir ekki verið talin þörf, eftir þeim upplýsingum, sem n. hefir fengið, og þess vegna hefir hún borið fram brtt. um að orða gr. um, til þess að krefjast ekki, að veðurfregnum sé útvarpað 4 sinnum á sólarhring þann tíma, sem það hefir ekki verið gert hingað til, og ekki álitið eins mikil nauðsyn, en halda sér við það fyrirkomulag, sem nú er. Annað hefi ég ekki um þetta að segja að sinni.