30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (952)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Frv. þetta er komið hingað aftur frá hv. Nd. og hefir tekið þar nokkrum breyt. Sjútvn. hefir tekið frv. til athugunar í þeim búningi, sem það nú er í og orðið sammála um að leggja til, að á því verði gerðar dálitlar breyt. aftur.

En síðan sjútvn. athugaði þetta mál, hefi ég orðið þess var, að frv. grípur inn í ákvæði í lögum um veðurstofu. Mér hefir ekki unnizt tími til að athuga þetta nákvæmlega né bera mig saman við sjútvn. um það. En þar sem mér virðist, að nauðsyn væri á að nema úr 1. um veðurstofu viss ákvæði, ef þetta frv. er samþ., þá vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá, til þess að sjútvn. geti athugað þetta atriði nánar, sem ekki virðist hafa verið tekið eftir fyrr við meðferð málsins.