16.04.1932
Neðri deild: 53. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

1. mál, fjárlög 1933

Haraldur Guðmundsson:

Ég var ekki við, er hv. frsm. fyrri hl. flutti tölu sína. ég heyrði því ekki það, sem hann kann að hafa sagt um brtt. einstakra þm., og þá heldur ekki, hversu hv. þm. tók í þær till., er ég hefi borið fram. En ég þekki nú svo vel mannvit og sanngirni hv. frsm., að ég þykist vita, að hann hafi ekki nema gott eitt um þær sagt (HJ: Ég talaði ekkert um þær.) Hv. frsm. á vonandi eftir að mæla með því, að þær verði samþ. Skal ég svo víkja að till. nokkrum orðum.

Við 2. umr. fjárl. fluttum við Alþýðuflokksmenn till. um framlag úr ríkissjóði til verklegra framkvæmda, að upphæð 1 millj. kr. gegn jafnháu framlagi frá sveitar- og bæjarfélögum, enda skyldi ríkisstj. sjá héruðunum fyrir láni, er næmi hálfu framlagi þeirra. Samkv. þeirri till. hefði verið hægt að verja til atvinnubóta 2 millj. kr. á árinu 1933. Þessi till. var nú felld. Greiddu víst íhalds- og framsóknarmenn þessarar d. allir með tölu atkv. gegn henni. Er því þýðingarlaust að taka upp till. aftur í þessu formi. Höfum við því farið aðra leið nú og lagt til, að teknar væru upp ýmsar verklegar framkvæmdir og atvinnubótafeð lækkað. Hv. þdm. til hægðarauka hefi ég tekið þessar till. saman í eina heild. sé ég ekki, að ástæða sé til að vitna til númera á þskj., en tek liðina fyrir í einu lagi og set hér skýrslu um þá:

A. Framlög ríkissjóðs.

Frumv.Till.okkar Hækkun

kr. kr. kr.

1. Nýir símar ....60000 100000 40000

2. Akvegir ......150000 335000 135000

3. Brýr ......... 60000 100000 40000

4. Bryggjugerðir og

lendingarbætur 20000 70000 50000

5. Nýir vitar .... 50000 90000 40000

6. Skipasmiðastöð

í Reykjavík .... 30000 130000

7. Atvinnubætur . 50000 500000

Samtals kr. 3400001325000 985000

B. Framlög sveitar- og bæjarfélaga

1. Sýsluvegir (110+110) .. 220000 kr

2. Bryggjugerðir og lending-

arbætur (2/3) ........... 140000 –

3. Einkasímar (25+50) .... 75000 –

4. Skipasmiðastöð (2/3) 260000 –

5. Atvinnubætur:

a. Lán viðlaga-

sjóðs ...... 500000 kr.

b. Framlög sveitar-

og bæjarfélaga 500000 –

1000000 kr.

Samt. 1695000 kr.

Eins og af skýrslunni sést, eru það 3020 þús. kr. alls, sem kæmu til verklegra fyrirtækja, ef till. okkar jafnaðarmanna, verða samþ. Er sú upphæð þó 1400 þús. kr. lægri en meðaltal síðustu ára. Í þeirri von, að samkomulag fáist við hv. þdm. um þessar hóglegu kröfur, höfum við ekki gengið lengra en þetta.

Ég skal þá stuttlega minnast á nokkrar einstakar brtt. Sú fyrsta er, að til Breiðdalsheiðarvegar verði veittar 16 þús. kr., í stað þess, að nú eru ætlaðar 5000 kr. til hans, eða að liðurinn hækki um 11 þús. kr. Eins og allir vita, þá hafa tveir landsfjórðungar, Vestfirðir og Austurland orðið mest afskiptir við lagningu akvega. Ef vegur yfir Breiðdalsheiði á að koma að notum áður en mjög langt um liður, þá er 5000 kr. fjárveiting allt of lág. Ef til þessarar brautar væru veittar 16 þús. kr., þá er mikil von um, að með líku áframhaldi verði þessi vegur orðinn akfær 1935. Er það og þýðingarmikið fyrir þann kaupstað, sem að heiðinni liggur, að fá þetta vegarsamband sem fyrst, og ekki síður fyrir sveitina vestan heiðar. — Þá eru Snæfellingabraut, 10000 kr., og Fjarðarheiðarvegur, 14000 kr. Hefir það tillag verið lækkað nokkuð frá því, sem við gerðum till. um við 2. umr. Vil ég því vænta þess, að till. þessi verði nú samþ. Þá eru 5000 kr. til Jökuldalsvegar. Vegamálastjóri telur, að fyrir þessa upphæð megi gera slarkfært fyrir bíla frá Jökulsárbrú og upp fyrir Skjöldólfsstaði. En talið er, að kosta muni 90 þús. kr. að gera á þessari leið góðan bílveg, því að sumir kaflarnir verða alldýrir. Þegar búið er að leggja veg eftir Jökuldalnum, má með örlitlum kostnaði gera bílfært um Möðrudalssveit og Fjallasveit allt niður í Axarfjörð, og verður þá bílfært milli Norður- og Austurlands. Nokkra viðgerð mun þó þurfa á Reykjaheiði, en hún var þó farin í sumar af 3–4 bilum a. m. k. Hefir vegamálastjóri áætlað, að kosta muni 15 þús. kr. að ryðja Reykjaheiði. Er því ekki nema herzlumunurinn eftir, til þess að Austurland, sem hingað til hefir verið einangrað, komist inn í aðalvegakerfi landsins.

Þá leggjum við til, að tillag til brúagerða verði hækkað um 40 þús. kr., úr 60 í 100 þús. — Þegar hrúgað er saman lögum um nýbyggingar brúa, þá getur það varla verið tilætlunin að leggja fram svo lítið fé árlega, að taki heilan mannsaldur eða meira að koma þeim brúargerðum í framkvæmd, sem þegar eru lögteknar.

Um bryggjugerðir og lendingabætur er ekki margt að segja. Í fjárl. síðasta árs voru 90 þús. kr. veittar til þessa, og var af þeirri upphæð lofað til ýmissa staða. Hvort þetta hefir allt verið greitt til, veit ég ekki. En hafi það verið gert, sem ég býst við, þá er ekki síður þörf fyrir því, að þessari vinnu sé haldið áfram. Þau héruð, sem líkleg eru til að njóta þessa fjár, eru einmitt þau, sem mestra atvinnubóta þarfnast, og það fé, sem þegar hefir verið lagt fram, kemur oftast að engum notum fyrr en verkinu er lokið. Einkum er þetta hentug vinna vegna þess, að við hana má fast nærri því á hvaða tíma ars sem er, og auk þess er tiltölulega litlu til þessara framkvæmda varið af útlendu efni.

Um þá till. okkar að hækka tillag til nýrra síma upp úr 60 þús. í 100 þús. kr. er ekki ástæða til að segja mikið. Það liggja fjölmargar beiðnir fyrir, frá héruðunum um nýjar línur til viðbótar þeim, sem komnar eru. Fyrir fjvn. lágu margar slíkar beiðnir, sem hafa verið skornar niður eða slegið á frest. Og þeim mönnum, sem að símalagningu vinna, er sagt upp þegar verst gegnir, ef svo mjög er dregið úr símalagningum sem frv. gerir ráð fyrir.

Þá vil ég minnast á eina brtt. á þskj. 418, til byggingar skipasmiðastöðvar í Reykjavík 1/3 kostnaðar, allt að 130 þús. kr., gegn tvöföldu framlagi frá Reykjavíkurbæ og Reykjavíkurhöfn. — Ég ætla, að það hafi verið eftir þáltill. frá síðasta þingi, að skipuð var n. til að rannsaka og undirbúa þetta mál. f n. þessa voru skipaðir þeir Pálmi Loftsson, Þórarinn Kristjánsson og Ásgeir Þorsteinsson. Hafa þeir lokið störfum fyrir alllöngu og sent Alþingi álit sitt. Eru þeir allir á einu máli um það, að þetta sé nauðsynlegt fyrirtæki. Telur n., að byggja þurfi fyrst tvær dráttarbrautir, aðra fyrir stór skip, 900 smál., en hina fyrir smærri skip. Áætla þeir, að þessar brautir muni kosta 390 þús. kr., með vélum, byggingum og húsum. Vill n., að þessar dráttarbrautir verði sameign ríkissjóðs, Reykjavíkurbæjar og Reykjavíkurhafnar, og rekið af þeim á þann hátt, að einstaklingar önnuðust aðgerðina, en skipin borguðu uppsátursgjald til stöðvarinnar. Eins og nú er ástatt, þá verða öll hin íslenzku skip, togaraflotinn, strandferðaskipin, varðskipin og fleiri, að fara. til útlanda til viðgerðar og „clössunar“. Ef þetta verk væri unnið allt í landinu, þá mundi það skapa atvinnu fyrir hátt á annað hundrað manns. Og stofnkostnaður er aðeins 390 þús. Talsvert af því fé er áreiðanlega hægt að fá að láni. Með tilboði um byggingu stöðvarinnar mun og fylgja tilboð um lán, að miklu leyti. Ég geri ráð fyrir því, að þeir aðiljar, sem ætlazt er til að byggi, taki lanið sameiginlega. Lækkaði þá peningaframlag ríkissjóðs í hlutfalli við part þess af láninu.

Ég er hissa á því, að ríkisstj. skuli ekki hafa komið fram með till. um þetta þarfa mál. — En úr því að svo er eigi, höfum við Alþýðuflokksmenn talið sjálfsagt að flytja tillögu í þessa átt.

Þá kem ég að stærstu till., sem ég flyt ásamt flokksbræðrum mínum hér í hv. d., um 1/2 millj. kr. styrk til atvinnubóta í kaupstöðum og kauptúnum, og verð ég að fara um hana nokkrum orðum.

Þó að sumum kunni að koma það undarlega fyrir sjónir, þá er hér starfandi n., sem heitir atvinnunefnd ríkisins og skipuð var síðastliðið haust samkv. ákvæðum í sambandi við fjárlagaheimild þá, er stj. var veitt, til þess að verja 300 þús. kr. til aðstoðar sveitar- og bæjarfélögum um atvinnubaetur. Í n. þessari hefi ég mætt og setið þar á nokkrum fundum sem fulltrúi fyrir Seyðisfjarðarkaupstað og fleiri kauptún í Austfjörðum. Ég hefi fengið frá formanni atvinnun. frumdrætti að skýrslu, sem n. hefir sent ríkisstj. Og betur get ég ekki sýnt fram á nauðsyn þá, að koma á atvinnubótum, en að lesa upp nokkur atriði úr þessari skýrslu. Fyrst vil ég þá í framhaldi af fyrirspurn minni til hæstv. stj., um hvað liði reglugerð um tilhögun atvinnubóta, leyfa mér að lesa upp það, sem um þetta atriði er sagt í skýrslu atvinnun. Þar segir svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Uppkast að reglugerð var fyrsta verk n. það var sent til atvmrh. með bréfi dags. 7. okt. 1931. Reglugerðin er þó eigi tilbúin enn frá atvinnumálaráðuneytinu“.

Þarna segir, að n. hafi samið uppkast að reglugerð og afgreitt frv. til stj. 7. okt. síðastliðinn. Nú er hálfnaður aprílmánuður, og ríkisstj. hefir ekki enn gengið frá reglugerðinni, og er mér þó kunnugt um, að synjað hefir verið um styrk til atvinnubóta og því borið við, að ekki væri búið að ganga frá reglugerðinni. Þetta ber vott um dæmafáa vanrækslu og frámunalegt tómlæti hæstv. stj., sem hér að átelja mjög sterklega.

Þá skýrir n. frá, hvaðan komið hafi beiðnir um atvinnubótastyrk, og skal ég hv. þdm. til fróðleiks lesa þá skrá upp.

Beiðnir hafa borizt frá þessum stöðum, með leyfi hæstv. forseta:

Frá Reykjavík, Hafnarfirði, Vatnsleysustrandarhr., Grindavíkurhr., Ólafsvík, Stykkishólmi, Patreksfirði, Þingeyrarhr., Flateyri, Suðureyrarhr, Hólshr., Eyrarhr., Ísafirði, Sauðárkrók. Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Vopnafjarðarhr., Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Vestmannaeyjum, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Samtals hafa þá n. borizt beiðnir um atvinnubótastyrk frá 8 kaupstöðum og 18 kauptúnum og sveitarfélögum. Af þessum 26 umsækjendum hefir stjórnarráðið samkv. þessari skýrslu veitt styrk sem hér segir:

Reykjavík . ............. . kr. 65000.00

Hafnarfirði ..................... – 10000.00

Ísafirði ... ......................... – 7000.00

Seyðisfirði…………………– 1500 00

Samt. kr. 83500.00

Af 8 kaupstöðum hafa 4 fengið atvinnubótastyrk, en enginn af þeim 18 kauptúnum og sveitarfélögum, sem sótt hafa um styrk. Aftur á móti hafa lán úr bjargraðasjóði verið veitt þremur af þessum sömu kauptúnum og tveimur sveitarfélögum en það eru:

Hafnarfjörður ...........kr. 10000.00

Ísafjörður ................ – 4000.00

Seyðisfjörður ............ – 3000.00

Ólafsvík ................. – 9000.00

Vopnafjörður .... ........ – 7000.00

Samt. kr. 31000.00

En engum hinna, sem um atvinnubótastyrk hafa sótt, hefir verið sinnt á nokkurn hátt, hvorki hjálpað um styrk til atvinnubóta né veitt lán í sama skyni.

Eins og ég sagði áðan, hefir viðbára ríkisstj. tíðast verið sú, að ekki væri hagt að veita styrk eða lán á meðan reglugerð þar að lútandi væri ósamin. En það stafar eingöngu af vanrækslu stj. sjálfrar, að reglugerðin enn er ókomin, eins og ég drap á áðan.

Þau 26 bæjar- og sveitarfélög, sem sótt hafa um atvinnubótastyrk, hafa látið fylgja umsókn sinni mjög glöggar og skýrar skýrslur um ástandið á hverjum stað. Atvinnun. tekur upp í skýrslu sína tölu atvinnulausra manna á hverjum stað og hvað marga menn fjölskyldufeður hafa á sínu framfæri. Er skýrslan miðuð við 1. nóvember 1931 og er frá 26 bæjar- og sveitarfélögum, séu ég las upp áðan. Niðurstaðan er sú, að á þessum stöðum eru samtals 2536 atvinnulausir menn, þar af ca. 1700 fjölskyldufeður, sem hafa á framfæri sínu um 3500 manns. íbúatala í þessum sömu kaupstöðum og bæjarfélögum samtals 51779, og verða þá 5–6% af öllu þessu fólki atvinnuleysingjar, en ef tekið er tillit til allra þeirra, sem eru á framfæri hinna atvinnulausu, hækkar ráð prósentutöluna upp í 12% eða rúmlega það.

Eins og áður segir eru þá í þessum 26 bæjar- og sveitarfélögum yfir 2500 atvinnulausir menn, sem hafa á framfæri sínu um 3500 ómaga, og allur sá styrkur, sem þessum mönnum hefir verið veittur, er þá fólginn í þeim 83 þús. kr., sem 4 kaupstaðir hafa fengið til atvinnubóta, og 31 þús. kr., sem 3 af þessum sömu kaupstöðum og tvö sveitarfélög hafa fengið lánað úr bjargráðasjóði. En hvað margir kaupstaðir, kauptún og sveitarfélög hafa haldið uppi atvinnu til að bæta úr atvinnuleysinu? þessu verður bezt svarað með því, að taka upp úr skýrslu formanns atvinnun. Hún sýnir a. m. k. vilja og viðleitni bæjar- og sveitarfélaga í þessu efni, og að sá vilji er nokkuð annar og meiri en hæstv. ríkisstj. Ég ætla þá að lesa upp, með leyfi hæstv. forseta, þá kaupstaði og hreppa, sem haldið hafa uppi atvinnubótum, og jafnframt geta um styrk þann og lán, sem veitt hefir verið í þessu skyni:

Það er þá fyrst Reykjavík; henni hefir verið veittur styrkur, Hafnarfjörður hefir fengið bæði styrk og lán, Vatnsleysuströnd, Grindavík, Borgarnes, Ólafsvík, hefir fengið lan, Stykkishólmur, Ísafjörður fengið bæði styrk og lán, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík, Seyðisfjörður, hefir fengið styrk og lán, Neskaupstaður, Eskifjörður og Vestmanneyjar.

Samtals hafa þá 8 kaupstaðir og 9 hreppsfélög haldið uppi atvinnubótavinnu. Af þeim hefir 4 kaupstöðum verið veittur styrkur og lan og 2 hreppsfélög fengið lan, en allir hinir, eða um 2/3, hafa enga hjálp fengið á neinn hátt, og er þó tekið fram í skýrslunni, að atvinnu þessari hafi verið haldið uppi í von um einhverskonar atvinnubótastyrk úr ríkissjóði.

Um útlitið og atvinnuhorfurnar segir svo í skýrslunni:

„Af upplýsingum þeim, sem fyrir liggja, er ljóst, að atvinnuleysi er yfirvofandi með því kaupgjaldi, er nú tíðkast, og vegna hins lága verðs á afurðum landsmanna. Allt þetta o. fl. gerir atvinnulíf þjóðarinnar ótryggt, sem til vandræða getur leitt, ef eigi er vel á haldið. Sem sakir standa lítur út fyrir, að sjávarútvegurinn takmarki sína framleiðslu. Byggingar minnka að stórum mun. Verzlanir segja upp sínum mönnum vegna innflutningahaftanna. Ríkið sér sig nauðbeygt til að fækka sínum mönnum vegna innflutningshaftanna. Bændur sjá sér eigi fært að kaupa vinnuafl. með því kaupgjaldi, er nú tíðkast“.

þetta, sem ég hefi lesið upp úr skýrslu atvinnun. sýnir, að alvarlegir tímar eru framundan, og þarf ekki að draga í efa, að nærri sanni sé komizt um atvinnuhorfur og ástand landsmanna í skýrslu n., sem byggð er á þeim upplýsingum, sem hún hefir aflað sér.

Nú munu ýmsir segja, að ekkert sé að marka tölu þessara atvinnuleysingja, sem miðuð er við 1. nóv. síðastliðinn, eða fyrir hálfu ári síðan. Þetta hafi getað breytzt síðan, og um tekjur atvinnulausra í heild á arinu sé ekkert sagt, þótt þeir hafi ekki haft vinnu 1. nóv. s. l. Ég hefi því fengið n. til þess að gefa mér upp tekjur atvinnuleysingjanna á nokkrum stöðum síðastliðið ár. Og hefi ég hér í höndum skrá, er sýnir meðaltal atvinnuleysisdaga og tekna verkamanna í kaupstað og kauptúnum í landinu árið 1931. Er sú skýrsla tekin frá mismunandi stöðum á landinu og alls ekki með það fyrir augum, að hún sýni ástandið á einum stað fremur en öðrum.

Efst á blaði er Ólafsvík sem fengið hefir lán til atvinnubóta. Þar er tala atvinnulausra árið 1931 56, atvinnuleysisdagar 152,5 að meðaltali, eða meira en hálfs árs atvinnuleysi, og meðaltekjur 1215 kr. allt árið. Næstur er Stykkishólmur. Þar er tala atvinnulausra 51, meðaltal atvinnuleysisdaga 175 og tekjur 1040 kr. að meðaltali yfir árið. Þá kemur Akureyri. Rar er tala atvinnuleysingja 179, atvinnuleysisdagar svipaðir og í Stykkishólmi, eða 175 að meðaltali, en meðalarstekjur dálítið hærri, eða 1196 krónur. Í Húsavík eru atvinnuleysingjar taldir 93, atvinnuleysisdagar færri en á Akureyri eða 158 að meðaltali, en þar er kaupgjaldið að mun lægra, svo að meðalárstekjur þar eru ekki nema 968 kr. Að lokum kemur svo Eskifjörður. Þar er tala atvinnulausra 101, meðaltal atvinnuleysisdaga 170 og meðal árstekjur 1126 kr.

Ég ætla nú, að þessir skýrslupunktar nægi til að syna fram á, að þörfin til atvinnubóta er brýn og aðkallandi og að á engu ríður meir en að þingið bregðist ekki skyldu sinni um að veita þá hjálp í þessu skyni, sem það sér sér framast unnt að gera. Það er vitanlega þægilegast að leiða þetta hjá sér, skella við skolleyrunum og segja, að þetta slampist einhvernveginn. En það er bara engin leið fyrir löggjafarvaldið að svara svo og engin afsökun að daufheyrast við þessu, er það veit hið rétta um ástandið, — veit hver knýjandi nauðsyn það er að bæta úr atvinnuleysinu.

Þá á ég ennfremur á þskj. 418 brtt. við 22. gr., þá sömu er ég flutti við 2. umr., en tók þá aftur. Þó er sú breyting gerð á till. frá því síðast, að nú er hún í tveimur liðum, en var áður í þremur. Ábyrgðarheimildin fyrir samvinnufélag sjómanna og verkamanna á Seyðisfirði var samþ. við 2. umr. Hinir 2 liðirnir eru nú bornir fram óbreyttir. Í fyrsta lagi er hér farið fram á, að ríkið leggi fram allt að 200 þús. kr. til að reisa síldarbræðslustöð á Seyðisfirði með þeim skilyrðum, er liðurinn hermir. Og í öðru lagi, að ríkissjóður leggi fram allt að 75 þús. kr. til þess að koma á fót sögunarverksmiðju á Seyðisfirði í helmingafélagi við kaupstaðinn.

Ég skal nú ekki rekja allt, sem ég sagði við 2. umr. um þessa málaleitun, en vil aðeins taka fram, að ef þetta framlag fæst til síldarbræðslustöðvarinnar, þá eru nokkrar líkur til þess, að unnt verði að fá annarsstaðar framlög og lán, sem nægi til þess að koma verksmiðjunni upp. Ég vil enn á ný minna hv. þdm. og hæstv. stj. á, að Seyðisfjörður hefir verið fullur af síld í allan vetur, og er það enn, eftir því sem ég bezt veit. Þegar svo ber við, má segja, að engin takmörk séu fyrir því, hvað mikið má veiða þarna. Þessi vetrarsíld, millisíld eða ístrusíld, er góð til bræðslu; fitumagn hennar 14–18%. Þessa miklu og góðu björg hefir ekki verið hægt að notfæra sér á annan hátt en til söltunar. Saltað hefir verið í um 4000 tn., og er allmikið af því óselt enn. Annað hefir ekki notazt af þessum kynstrum síldar. Ef þarna hefði verið bræðslustöð, hefði mátt grípa upp mikið verðmæti til stórra hagsmuna fyrir heraðið, einstaklinga og ríkissjóð. Með þessu er ég þó ekki að segja, að hægt sé að byggja afkomu bræðslustöðvarinnar á innfjarðarsíld eingöngu. En þau árin, sem innfjarðarsíld veiðist að mun, hlýtur það að bæta afkomuskilyrði verksmiðjunnar stórkostlega, þótt rekstur hennar vitaskuld aðallega hljóti að byggjast á veiði sumarsíldar utan fjarða. En sem stendur vantar þarna tilfinnanlega verksmiðju, svo að hagnýta megi þá síld, sem hægt er að ausa á land með litlum kostnaði.

Í sambandi við síðari lið till. minnar vil ég leiða athygli að XLVII. brtt. á þskj. 418, þar sem farið er fram á, að þingið heimili stj. að ábyrgjast lán til handa Tunnuverksmiðju Siglufjarðar s/f, til þess að koma upp tunnugerð þar á staðnum, og er ætlunin að smíða úr unnum tunnustöfum, sem innfluttir eru. Ég benti á við 2. umr., hvað mikið færi út úr landinu í verkalaun, þegar ekki væri sögunarverksmiðja í landinu sjálfu. Mín till. lýtur að því, að komið sé á fót í landinu sjálfu sögunarverksmiðju, er vinni úr óunnum við tunnustafi, borð, planka o. fl. Og ég hefi fært rök fyrir því, að hvergi muni betri skilyrði til að koma slíkri verksmiðju á fót en á Seyðisfirði. Það er ekki einungis eitt, heldur margt, sem bendir til að svo sé: Þar er landrými nóg og ódýrt og bryggjukostur nærri, stór hús, sem ónotuð eru og má því setja vélarnar niður í, og ódýrt og nægilegt rafmagn til þess að reka þær með. Auk þess er þó sú ástæðan ótalin, sem teljast verður mikilsvirði: að með þessu er reynt að koma í veg fyrir, að hin stóru bankatöp haldi áfram eins og að undanförnu, ekki aðeins á Seyðisfirði, heldur og víðar á Austfjörðum.

Ég get þá látið mér þetta nægja um brtt. mínar, og sleppt að ræða um þær till., sem ég er meðflm. að og aðrir hafa talað fyrir. Um brtt. hv. fjvn. og einstakra þdm. ætla ég ekki að segja margt. En þó eru þar tvær till., sem ég get ekki látið vera að drepa lítilsháttar á.

Fyrri till. er frá hv. fjvn. og er sú áttunda í röðinni á þskj. 408, um að aftan við liðinn: Ríkisskip bætist svohljóðandi aths.: „enda fari um launagreiðslu til yfirmanna skipanna eftir lögum nr. 63, 7. maí 1928“, þ. e. varðskipalögin.

Mér finnst það í mesta máta hlálegt hjá hv. fjvn. að ætla að setja skilyrði fyrir því, að ríkissjóður greiði hallann af rekstri sinna eigin skipa. Þá er skilyrðið sjálft, að laun yfirmanna skipanna megi ekki fara eftir samningum samkv. almennum lögum, heldur eftir sérstökum lögum, sem gilda um allt annað efni. Þetta er ekkert annað en gerræði og kúgun í garð starfsmanna á strandferðaskipunum. Hvaða ástæða er til, að önnur lög skuli eiga að gilda um þessa menn en aðra sambærilega starfsmenn á öðrum skipum eins og t. d. hjá Eimskip? Og það er áreiðanlegt, að varðskipalögin verða ekki þokkasælli fyrir það, þó að reynt sé að teygja þau út yfir strandferðaskip ríkisins líka. þess vegna leyfi ég mér að vara hv. þdm. við að greiða þessari till. atkv.

Hin till., sem ég vildi minnast á, er frá hv. þm. Vestm., — XLIV. till. á þskj. 418 —, og er við IV. lið 22. gr., þar sem um er að ræða ábyrgðarheimild fyrir Samvinnufélag Seyðisfjarðar til fiskiskipakaupa. Aftan við ábyrgðarheimildina vill hv. þm. bæta svohljóðandi klausu: „enda séu þau fiskiskip, sem smíðuð kunna að verða samkv. þessari heimild, smíðuð hér í landi“.

Ég vildi nú mega mælast til, að hv. þm. taki þessa till. aftur. Þegar þetta var til umr. á sumarþinginu, þá var því lýst yfir af hæstv. stj., að ábyrgðarheimildina mundi hún ekki nota til þess að tekið yrði lán erlendis. Þegar stj. er búin að gefa slíka yfirlýsingu, þá er óþarft að bæta þessu við. Hinsvegar veit ég ekki, ef hægt væri að fá aðgengilegri kauptilboð erlendis en innanlands, hvort stj. hætti fært að veita ábyrgðina. En ef þar væri um stórum betri kaup að ræða en von er um innanlands, þá er fyrir girt með því að samþ. till. að notfæra sér það. Ég skil ekki annað en að hv. þm. geti látið sér nægja yfirlýsingu hæstv. stj.; hún ætti að gilda undir öllum kringumstæðum — nema ríkisstj. sjái sér fært að veita ábyrgð til kaupa á erlendum skipum, vegna þess, að um alveg sérstök kjarakaup væri að ræða. Ef smíða á ný skip, þá óttast ég að þau myndu verða dýrari innanlands en erlendis. Ég hefi þó ekki rannsakað, hvernig þessu muni varið nú á síðustu árum, en þegar Ísfirðingar keyptu sína báta, þá var ómögulegt að fá báta smíðaða hér innanlands eins ódýrt og þeir fengust utanlands.

Fleira ætla ég ekki um þetta að segja, en vil endurtaka, að mér væri kært, að háttvirtur þingmaður vildi taka tillöguna aftur.

Af þeim till., sem ég er riðinn við, þá vil ég minna á till. um smástyrki til ýmissa góðra manna, en sé ekki ástæðu til að bæta við það, sem áður er sagt.