10.05.1932
Sameinað þing: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1320 í B-deild Alþingistíðinda. (966)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Jón Jónsson:

Ég vil leyfa mér að beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann taki þetta mál út af dagskrá í dag. Ég hefi komizt að því, að þetta frv. hefir ekki verið borið undir veðurstofuna, eða þann mann, sem þar ræður mestu um útsendingu veðurfregna. En hann telur ýms vandkvæði á framkvæmd 1. gr. frv., og þess vegna óska ég eftir, að n. gefist tóm til að ræða við hann um málið og að það verði síðan tekið á dagskrá.