10.05.1932
Sameinað þing: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1322 í B-deild Alþingistíðinda. (971)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Jón Jónsson:

Mér er það ekkert kappsmál, að frv. verði tekið af dagskrá og legg það algerlega á vald hæstv. forseta. Annars sé ég ekki, að frv. sé svo mikilsvert, að það skipti máli, hvort það verður að lögum eða ekki á þessu þingi. Ég hygg, að tilgangi þess megi ná með svipuðum stjórnarráðstofunum og síðastl. ár. Þó að málið yrði tekið af dagskrá nú, þá sé ég ekki betur en að það megi taka það fyrir aftur á morgun eða næstu daga, því að ég býst ekki við, að þinginu verði slitið svo fljótt. En sem sagt, ég legg það á vald hæstv. forseta.