10.05.1932
Sameinað þing: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1323 í B-deild Alþingistíðinda. (973)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Vegna þeirrar till. að taka þetta mál af dagskrá vegna æskilegrar breyt. á því, þá vil ég minna á, að samkv. 32. gr. þingskapanna má eigi bera fram brtt. í Sp. um annað en það, sem ágreiningur hefir orðið um milli deilda. Á þetta vildi ég benda vegna þeirra umræðna, sem hér hafa farið fram. Í 32. gr. þingskapanna stendur: „Þegar lagafrumvörp koma í sameinað þing, má þó eigi gera breytingartillögur um önnur atriði en þau, er sú deildin, er síðast hafði frumvarpið til meðferðar, breytti við þá umræðu“. Annars ætla ég ekki að tefja umr. frekar. Ég mun greiða atkv. með brtt., af því að mér þykir hún sanngjörn.