10.05.1932
Sameinað þing: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (974)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Forseti (EÁrna):

Í sambandi við þá ósk, sem komið hefir fram um að taka málið af dagskrá og fresta umr., þá vil ég geta þess, að sé það í því skyni gert, að gera athuganir um breytingar á því, þá er það alveg rétt, sem hv. 4. þm. Reykv. sagði, að þær brtt. einar geta komizt að, sem snerta það atriði, er varð þess valdandi, að málið kom fyrir Sp. Ég skal þó eigi fullyrða um það, hvort fært þykir að koma brtt. um annað efni að með afbrigðum frá þingsköpum. En annars er ég hræddur um, að verði málið nú tekið af dagskrá, þá getir það orðið þess valdandi, að það nái ekki afgreiðslu á þessu þingi. Býst ég því við, að af framantöldum ástæðum sjái ég mér ekki fært að taka málið af dagskrá.