16.04.1932
Neðri deild: 53. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 360 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

1. mál, fjárlög 1933

Bernharð Stefánsson:

Ég flyt 3 brtt. á þskj. 418. Sú fyrsta er VI. brtt. á þessu þskj. Þar er lagt til, að tillag til Öxnadalsvegarins verði hækkað úr 5000 kr. upp í 10000 kr., og til vara, að það verði hækkað upp í 8000 kr. Þetta er það eina, sem ætlað er til vega í mínu kjördæmi samkv. þessu frv. Ég skal taka það fram, að ég hefði með ánægju sætt mig við þessa upphæð, sem stendur í frv., þó að hún sé að vísu ekki mikil, ef aðrir hv. þdm. hefðu viljað láta sér nægja þær till. um skiptingu vegafjárins, sem hv. fjvn. hefir gert. En nú hafa ýmsir hv. þdm. borið fram till. um framlög til vega í þeirra kjördæmum, sem ég lít svo á, að séu engu réttmætari en þessi till. mín. Mér virðist, m. a. af því, að margir af þessum hv. þm. hafa tekið sig saman um að flytja í einu lagi till., að líkindi séu til, að a. m. k. sumar þeirra verði samþ., og þá finnst mér í alla staði rétt, að mín till. verði einnig samþ.

Það, sem sérstaklega mælir með hví, að framlagið til Öxnadalsvegarins verði hækkað, er í fyrsta lagi það, að frá Akureyri liggur akvegur inn að Öxnadalsmynni, en nokkru innar í dalnum er akvegarspotti. Milli þessara akvega er versti kaflinn á allri leiðinni frá Reykjavík og norður á Akureyri, a. m. k. fyrir bifreiðar. Það er því mesta nauðsyn að tengja þessa vegarkafla saman, ekki einungis fyrir sveitina, heldur og fyrir umferð almennt.

Ég býst þó ekki við, jafnvel þótt aðaltill. mín yrði samþ., að mögulegt væri að tengja þessa vegarkafla saman árið 1933, en ég vona, ef önnur hvor till. verður samþ., þó að það væri ekki nema varatill., að þá yrði hægt að tengja vegina saman árið 1934.

Þá er annað, sem einnig mælir mjög með þessari till. Eins og allir vita, er þessi vegur mjög nærri aðalkaupstað Norðurlands, og þó er enn nær talsvert stórt þorp, Glerárþorp, sem aðallega er byggt af verkamönnum. Það er því enginn efi, að vegavinna getur óvíða fremur skoðazt sem atvinnubótavinna heldur en einmitt þarna. Það skal að vísu játað, að tæplega er hægt að gera ráð fyrir því, að mjög margir verkamenn frá Akureyri fari fram í Öxnadal til þess að fá var vegavinnu, en hitt má telja víst, að margir verkamenn úr Glerárþorpi mundu njóta vegavinnu á þessum stað.

Ég vona því, ef hv. þm. fara á annað borð að breyta út af því, sem fjvn. hefir lagt til um skiptingu vegafjárins, að þá verði annaðhvort aðaltill. mín eða þá varatill. samþ.

Þá er önnur brtt. mín á þessu sama þskj. það er XLI. brtt., og er þar farið fram á styrk til Guðrúnar Jóhannesdóttur frá Samkomugerði, fyrrv. ljósmóður, 400 kr. Ég flutti till. um þetta efni við 2. umr. fjárl. Var þar farið fram á nokkru hærri upphæð, en sú till. var felld. Ég hefi áður talað um þetta mál, og sé því ekki ástæðu til að endurtaka það. Ég vil þó halda því fram, að þessi ljósmóðir eigi að vera jafnrétthá eins og fjöldi annara ljósmæðra, sem nú þegar hafa verið styrktar. Ég man eftir því, að við 2. umr. fjárl. í þessari d. minntist hv. frsm. fjvn. sérstaklega á þetta atriði, sem ég hefi hér borið fram till. um. Hann lagði á móti því, að þessi kona fengi styrk. Hann gerði samt enga tilraun til að hrekja það, sem ég hafði sagt, að þessi kona væri eins rétthá til að njóta styrks og aðrar ljósmæður, sem styrks eiga að njóta samkv. frv. Hann sagði bara, að það væru orðin vandræði með þessa styrki og eftirlaun til pósta og fyrrv. ljósmæðra. Ég get verið honum sammála um það, út af fyrir sig, en enn sem komið er hefir engin till. komið fram í þá átt, að fella styrki þessa niður, hvorki frá fjvn. né öðrum. Ef slík till. kæmi fram gæti ég samþ. hana, en ef á að samþ. frv. eins og það er nú, þannig, að 24 fyrrv. ljósmæður njóti styrks samkv. því, en þessi kona á engan styrk að fa, þá vil ég spyrja hv. fjvn. og hv. þd.: Hvers á þessi kona að gjalda?

Að öðru leyti skal ég ekki fjölyrða um þessa till, því að eins og ég tók fram áðan, þá gerði ég nægilega grein fyrir henni við 2. umr.

Þá er 3. till., sem ég hefi leyft mér að bera fram. það er XLVII. till. á þessu sama þskj. Það er heimild fyrir stj. til að ábyrgjast fyrir Tunnuverksmiðju Siglufjarðar s/f, í fyrsta lagi til stofnkostnaðar allt að 24 þús. kr. lán, er endurgreiðist á ekki skemmri tíma en 15 árum, og í öðru lagi allt að 50 þús. kr. rekstrarlán, er greiðist upp á hverju ári, hvorttveggja þetta gegn þeim tryggingum, sem stj. metur gildar.

Þó að þetta mál, sem ég nefndi nú, sé að mínu áliti þýðingarmikið, a. m. k. fyrir hlutaðeigandi bæjarfélag, þá sé ég ekki ástæðu til að tala um það langt mal, enda hefir það aður verið skyrt rækilega fyrir hv. fjvn. Ég var sjálfur viðstaddur, þegar þetta mál var rætt og skýrt fyrir n. Mér er því vel kunnugt um, að hv. fjvn. fékk að minnsta kosti eins miklar upplýsingar um málið og hún óskaði eftir. Auk þess hafa öðrum hv. þm. verið gefnar upplýsingar um málið, því að þeim hefir verið skrifað bréf, bar sem gerð er grein fyrir því og þar gefnar þær upplýsingar, sem kostur er á. Var það að nokkru leyti gert vegna minnar ráðstöfunar. Þegar á þetta er litið samanlagt, að hv. fjvn. hefir fengið hinar rækilegustu upplýsingar og einnig allir hv. þdm., þá sparar það mér ómakið að ræða málið mjög ýtarlega hér í þd. Ég skal þó benda á eitt, sem öllum hv. þdm. er líklega kunnugt, að árlega eru notaðar hér á landi um 200 þús. síldartunnur. Það skal játað, að nokkurn hl. af þessum tunnum verða að flytja tilbúnar inn í landið, en hitt er víst, að mikinn meiri hl. af þessum tunnum er hægt að smíða hér á landi. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið og fyrir liggja í þessu máli, þá borgar íslenzka þjóðin a. m. k. 1 millj. kr. árlega fyrir tilbúnar, innfluttar síldartunnur, og samkv. sömu upplýsingum mundu fyrir hverjar 50 þús. tunnur, sem smíðaðar yrðu hér á landi, sparast 125 hús. kr., sem ella rynnu út úr landinu, og af þeirri upphæð væri a. m. k. 60 þús. kr. fyrir vinnulaun. Hinn hluti upphæðarinnar, sem ekki eru vinnulaun, fer fyrir ýmislegan annan innlendan kostnað, flutningsgjöld og annað þessháttar. Eftir ábyggilegum upplýsingum, sem ég hefi fengið, þá getur þjóðin sparað í greiðslum til útlanda 4 kr. fyrir hverja kettunnu, ef þær væru smíðaðar hér heima. Þar af væru 2 kr. vinnulaun, eða helmingurinn, en hitt færi fyrir annan kostnað. Ég vona, að allir geti séð á þessu, að hér er um mikilsvert fjárhagsmál að ræða fyrir þjóðina, ef tunnugerðin yrði innlendur iðnaður að svo miklu leyti, sem tunnuþörf landsmanna námur. Undanfarin ár hefir nokkuð verið unnið hér að tunnusmíði bæði á Akureyri og Siglufirði. Þessi starfsemi hefir óneitanlega gert mikið gagn og aukið atvinnu í þessum kaupstöðum, en hitt skal játað, að afkoman og árangurinn af þessari starfsemi hefir verið dálitið misjafn. En í sambandi við það má taka fram, að kunnugir menn telja, að það hafi mest á skort, að efni það, sem notað hefir verið í tunnurnar, hafi ekki verið nægilega gott og hentugt. Í öðru lagi, að eigi var kostur á því, að nota til hlítar þær vinnusparandi vélar, sem nú eru þekktar erlendis og notaðar á þessu sviði.

Nú get ég skýrt frá því, að þetta samvinnufélag á Siglufirði, sem hugsar sér að reka tunnuverksmiðju, hefir gert ráðstafanir til þess að tryggja sér gott efni í tunnur, og ennfremur til þess að útvega sér nýtízkuvélar, sem að öllu leyti svara kröfum tímans. Það efni, sem undanfarið hefir verið notað við innlenda tunnugerð, hefir, eftir því sem mér er sagt, að mestu leyti verið úrgangsviður, keyptur frá Noregi og tæplega talinn nothæfur þar. En nú hafa verið opnuð sambönd fyrir þetta nýja fyrirtæki til efnispantana, svo að ég má fullyrða, að það hugsar ekki til að nota annað en ágætt efni. það hefir farið fram allrækileg rannsókn og athugun á því, með hvaða hætti hægt væri að tryggja sér gott tunnuefni. Á þeirri rannsókn mun samvinnufélagið á Siglufirði byggja, og verð ég því að líta svo á, að það sé sæmilega tryggt, að þetta fyrirtæki strandi ekki á sama skeri og hin fyrri, og þess vegna eru miklar líkur til, að því gangi betur en samskonar starfsemi áður.

Ég hygg, að engum muni blandast hugur um það, að ef hægt er að smíða hér á landi flestallar þær tunnur, sem notaðar eru undir síld og kjöt, þá væri það ákaflega mikill sparnaður fyrir þjóðarheildina á greiðslum út úr landinu, auk þess, sem allir hljóta að sjá, hver hagur það er líka fyrir þjóðarheildina að veita landsbúum þessa atvinnu og þar með sjálfsbjargarmöguleika, sem eru engu minna virði en hitt, sem heildin sparar út á við. Ég þykist því hafa rétt til að líta á þessa till. mína sem atvinnubótamál. það er enginn efi á því, að ef þessi iðngreiri gæti þrifizt á Siglufirði, þá bætir hún ákaflega mikið úr þeim atvinnuskorti, sem þar er á hverjum vetri, meiri og minni. Og þessi iðngrein er sérstaklega hagkvæm vegna þess, að unnið er að henni á vetrum, þegar önnur störf kalla ekki að. Á Siglufirði er þannig háttað um atvinnu, að hún er venjulega mjög lítil nema 3–4 sumarmánuðina. Og það þarf ekki mikla skarpskyggni til þess að sjá, að ef sú atvinna, sem stendur aðeins 34 mánuði á ári hverju, fyrir heimilisföður, á að nægja til þess að fæða og klæða hann og fjölskyldu hans allt árið, þá þarf atvinnan að vera sérstaklega uppgripamikil þennan stutta tíma. Þess vegna eru nú kaupkröfurnar orðnar svo háar, að engar líkur eru til, að atvinnufyrirtækin beri það kaup, sem nú er heimtað. Hinsvegar komast verkamennirnir alls ekki af með minna, ef þeir hafa ekki atvinnu nema hluta úr arinu. Eina ráðið er því að lengja atvinnutímann eftir því, sem hægt er.

Í þessari till. minni er fyrst og fremst farið fram á, að ríkissjóður ábyrgist allt að 24 þús. kr. lán til stofnkostnaðar fyrir tunnuverksmiðju Siglufjarðar. Þessi stofnkostnaðarupphæð, sem ég fer fram á, að ríkið ábyrgist, er ekki nema tæpur 1/3 hl. af öllum stofnkostnaðinum, en hann er áætlaður 75 þús. kr. Mér finnst því, satt að segja, að samanborið við ýmislegt annað, sem kemur til umr. hér á Alþingi og er jafnvel samþ., að því er snertir styrki, lánveitingar og ábyrgðir til einstakra fyrirtækja, þá sé ekki farið fram á mjög mikið með þessari till. Hvað hina 2/3 hluta stofnkostnaðarins snertir, þá er ráðgert, að sú upphæð fáist á annan hátt en með lántöku, sem ríkissjóður ábyrgist. Og skal ég þá aðeins t. d. nefna það, að Siglufjarðarbær hefir lofað að leggja þessu fyrirtæki til hús og lóð með aðgengilegum kjörum, og er sú eign metin á 18 þús. kr. Einnig hefir það komið til orða, að Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði gæti, án þess að þrengja um of að sér, lánað geymslurúm að vetrinum undir vörur tunnuverksmiðjunnnar, sem gæti sparað um 20 þús. kr. í stofnkostnaði. En það, sem ég tel þó veigamest í undirbúningi þessa máls, er það, að félagsmenn ætla sjálfir að leggja fram alla vinnu við að koma fyrir vélum og öllum öðrum útbúnaði þar á staðnum. Þessa vinnu má í minnsta lagi meta á 5000 kr. Það, sem þetta fyrirtæki vantar sérstaklega, eru peningar fyrir velar frá útlöndum og annað þess háttar. Auk þess sem ég fer fram á, að ríkissj. ábyrgist allt að 24 þús. kr. af stofnkostnaðinum, flyt ég einnig aðra till., um að ríkið ábyrgist allt að 50 þús. kr. rekstrarlan til fyrirtækisins, er greiðist upp á hverju ári. Það kann nú að vera, að ýmsum hv. þdm. virðist öllu meiri áhætta fylgja þessari till.. a. m. k. er upphæðin hærri. En ég lít svo á, að í skipulagi þessa félags sé ákaflega mikil trygging fyrir ríkið, þannig, að þessi ábyrgð verði tæplega hættuleg. Eins og ég gat um í upphafi þessa máls munu allir hv. þdm. hafa fengið, auk annara skýringa á þessu máli, útdrátt úr lögum félagsins, sem stendur að þessu fyrirtæki, og verð ég því að gera ráð fyrir, að þeir viti með hvaða skipulagi félagið ætlar sér að starfa. En þó vil ég aðeins benda á það, að allir þeir, sem ætla sér að vinna að þessu fyrirtæki, eru félagsmenn, og hafa gengizt undir persónulega ábyrgð á rekstri félagsins, þó þannig, að þar er ekki um ótakmarkaða ábyrgð að ræða, heldur ábyrgist hver félagsmaður 1000 kr. En einmitt þetta, að ábyrgðarupphæðin er ákveðin, hlýtur að leiða til þess, að styrkja ábyrgðartilfinningu hvers félagsmanns. Þegar ábyrgðarupphæðin er ekki hærri en svo, að allsterkar líkur eru til, að hana megi innheimta hjá hverjum einstakling fyrir sig, þá er það a. m. k. ábyrgð, sem þeir skilja ákaflega vel og gera sér fulla grein fyrir.

Ég tel það öruggt, að allir félagsmenn hafi hinn mesta áhuga á þessu fyrirtæki og vinni kappsamlega að því, að það beri sig vel. Ég held, að allir hljóti að skilja, að það er hinn mesti munur á því fyrir rekstur eins fyrirtækis, hvort starfsmennirnir, sem við það vinna, taka aðeins kaup sitt hjá því, eða hvort þeir eiga allan sinn hag og afkomu undir því, hvernig fer um hag fyrirtækisins og hvernig ráð ber sig. Þá er hagur og afkoma þess sama og þeirra eigin hagur og afkoma.

Í þessu sambandi vil ég benda á, að í lögum félagsins er gert ráð fyrir, að fullnaðargreiðsla á verkakaupi fari ekki fram fyrr en eftir að ársreikningar fyrirtækisins hafa verið gerðir upp og samþ., og að aldrei skuli greitt nema 50% af kaupinu mánaðarlega, og þá því aðeins, að ástæður leyfi. Það, sem félagsmennirnir, er starfa við hina fyrirhuguðu tunnugerð, eiga á hættu, er ekki einasta það að tapa kaupi sínu, a. m. k. að hálfu leyti, og jafnvel öllu, heldur geta þeir þar að auki tapað 1000 kr. hver. Ég sé því ekki betur en að hér sé hin ýtrasta trygging veitt fyrir því, að félagsmenn geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að fyrirtækið gangi vel og geti borið sig sem bezt. En það er yfirleitt svo um allan atvinnurekstur, að ef hver og einn, sem við hann vinnur, gerir allt sitt bezta til þess, að hann verði rekinn á heilbrigðan hátt, þá er með því fengin sú öruggasta trygging, sem hægt er að fá fyrir því, að atvinnureksturinn gangi vel.

Ég mun nú ekki ræða öllu meira um þetta þýðingarmikla mál, enda veit ég að langar ræður hafa litla þýðingu. En ég treysti því, að þær upplýsingar, sem hv. þm. hafa fengið um málið á annan hátt, tryggi því velvild þeirra. Vænti ég því að þessar till. mínar verði samþ. — En það vil ég enn á ný brýna fyrir hv. þdm.; sem ég vek að í upphafi, að ef þessar till. mínar verða samþ. og þetta fyrirtæki tekur þar af leiðandi til starfa, þá mun það ekki aðeins spara þjóðinni mikil útgjöld út úr landinu, heldur auka að miklum mun atvinnu í landinu sjálfu og koma þannig að tvöföldu gagni fyrir þjóðina.

Nú kynni svo að fara, að hv. þm. segðu sem svo: „Það er gott og blessað, að þessi verksmiðja verði stofnuð“, — enda geri ég ráð fyrir, að enginn treysti sér til að neita því, — en samt sem áður telji þeir, að ríkinu beri engin skylda til að styrkja þetta með ábyrgð; en gagnvart því vil ég aðeins taka það fram, að eftir því, sem ég hefi kynnt mér málið, þá tel ég engar líkur til, að þetta fyrirtæki komist í framkvæmd án þess stuðnings, sem hér er farið fram á, að Alþingi veiti. Ég vil því biðja hv. þdm. að hafa þetta hugfast, þegar þeir greiða atkv. um málið.

Í till. minni er svo tilskilið, að ábyrgðin sé veitt gegn þeim tryggingum, sem stj. metur gildar. Mér er nú ókunnugt um, hvaða tryggingar þessi félagsskapur hefir að bjóða, en þó er augljóst, að nýkeyptar vélar og 1000 kr. ábyrgð hvers félagsmanns, auk væntanlegrar framleiðslu, er mikil trygging. En þótt ég geti ekki gefið fullkomnar upplýsingar um þær tryggingar, sem fyrir hendi eru, er engu að síður óhætt að samþykkja till. mína, því að stj. mun tæplega veita þessa ábyrgð, án þess að ganga úr skugga um, að tryggingarnar séu fullnægjandi.

Ég vil enn einu sinni brýna fyrir hv. deild, að hér er ekkert hégómamál á ferð. hér eru nú við þessa umr. bornar fram till. um 1,2 millj. kr. til atvinnubóta. Ég geri nú ráð fyrir, að sú till. nái ekki samþ. d. Engu að síður er mér ljóst, að horf er á aukinni vinnu í kaupstöðum landsins. Fólk hefir nú einu sinni safnazt þar saman, og afkoma þess er erfið eins og stendur. En ég fer hér fram á atvinnubætur, sem ekki eru líkur til, að hafi útgjöld í fór með sér fyrir ríkissjóð, því að verði till. mín samþ., eykur hún atvinnu til muna í einum kaupstað, a. m. k. á þeim tíma, þegar ekki er annað að gera. Ég vona því, að hv. þdm. hugsi sig um tvisvar, áður en þeir greiða atkv. á móti henni.

Ég er ekki vanur að gera brtt. annara þm. að umtalsefni í fjárlagaumr. Þó vil ég geta að nokkru brtt. á þskj. 430, er þeir hv. 3. þm. Reykv. og hv. 1. hm. S.-M. flytja. Hún er um styrk til Stefáns Árnasonar frá Steinsstöðum, til ritstarfa, 400 kr., og til vara 300 kr. Ég þekki þennan mann og get borið vitni um, að hann hefir lagt töluverða stund á íslenzkan fróðleik, einkum ættfræði. Það kemur að vísu ekki beint þessu máli við, en má þó geta þess, að hann er dóttursonur og uppeldissonur þingskörungsins Stefáns Jónssonar á Steinsstöðum. Mun hann því meðal annars geta sagt margt merkilegt frá æskuárum sínum. það má að vísu líta misjafnlega á það, hvaða rétt slíkir styrkir eigi á sér, en ég held, að styrkur til þessa manns eigi ekki minni rétt á sér, en sumir aðrir styrkir, sem samþ. hafa verið.