17.05.1933
Neðri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 951 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

34. mál, fjárþröng hreppsfélaga

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég stend aðallega upp til þess að þakka hv. allshn. fyrir góða afgreiðslu þessa máls. Ég tek undir það, sem hv. frsm. sagði, að það er mikil þörf á þessum lögum. Það er ef til vill of mikið sagt, að það komi á hverjum degi kvörtun frá hreppunum, en það liður tæpast sú vika, að ekki komi kvörtun út af fjárhagsvandræðum.

Út af ummælum hv. frsm. um ákvæði 13. gr. vil ég taka það fram, að mér virðist, að um þær eftirgjafir sé svo vandlega búið, að það verði ekki á annan hátt betur gert. Því að það er sett að skilyrði, að þeir 3 embættismenn, sem tilteknir eru. skuli allir vera sammála um eftirgjöfina, og þegar þeir eru það, þá fyrst er ráðh. heimilt að gefa eftir af skuldunum samkv. áliti þeirra. Vona ég því, að þetta sé svo tryggilega útbúið, að ekki verði gengið á rétt nokkurs manns.