04.04.1933
Neðri deild: 44. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1043 í B-deild Alþingistíðinda. (1085)

16. mál, varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það getur verið, að ég hafi ekki komizt rétt að orði, að laun lækna landsspítalans hefðu verið ákveðin á þinginu í fyrra, en hér er þó mjótt á milli, því að þingið í fyrra samþ. raunverulega þá samninga, sem við þessa lækna höfðu verið gerðir um launakjörin. Ég veit, að hv. þm. Ísaf. man vel eftir þessu, og þá var vel sýnt fram á, hver laun væri um að ræða, og þau eru eins og ég sagði.