04.04.1933
Neðri deild: 44. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1086)

16. mál, varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands

Vilmundur Jónsson:

Þetta hefir ekki mikla þýðingu, en má þó vera rétt með farið. Mig minnir ekki betur en að landsspítalinn tæki til starfa í desember 1930. Þá voru yfirlæknarnir ráðnir og þá voru gerðir samningar við þá um laun þeirra. Ég ætla, að það hafi hvorki verið á þinginu né um þingtímann, sem laun þeirra voru ákveðin. Þetta kemur ekki þessu máli við og er óþarfi að vera að lengja umr. út af því.