10.04.1933
Efri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (1092)

16. mál, varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Frv. þetta er komið frá Nd. og olli þar miklum ágreiningi. Þau einstöku atriði, sem deilt var um þar, hirði ég ekki að fara hér út í að svo stöddu, en vildi mælast til þess, að n., sem málið fær til meðferðar, vildi leyfa mér að koma á fund sinn til að skýra þessi atriði, sem aðallega var deilt um í Nd. — Frv. þetta lá fyrir allshn. í Nd., og óska ég, að það verði látið ganga til sömu n. hér.