17.02.1933
Efri deild: 3. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1074 í B-deild Alþingistíðinda. (1168)

6. mál, verðtollur

Jón Þorláksson:

Ég finn ekki ástæðu til þess beinlínis að svara fyrirspurn hv. 2. landsk. nú á þessari stund, en ég kvaddi mér hljóðs jafnsnemma og hann til þess að skýra frá því, að Sjálfstfl. hér í d. hefir falið mér að bera fram þau ummæli í sambandi við þetta mál, að í því trausti, að stj. leggi á næstu dögum fyrir þingið frv. til breyt. á stjskr., er feli í sér tryggingar fyrir því, að Alþingi verði rétt mynd af skoðunum og vilja kjósendanna í landinu, vill Sjálfstfl. hér í d. greiða fyrir því, að þetta frv. gangi til 2. umr., en geymir sér að öðru leyti óbundna afstöðu til málsins og annara skattamála við síðari umr., þar til séð verður um undirtektir Alþingis í stjórnarskrármálinu.