02.05.1933
Efri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2876 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

Afgreiðsla þingmála

Páll Hermannsson:

Mér þykir rétt að minnast á aðfinnslur þær við nefndarstörfin, sem hér hafa komið í ljós. Ég vil benda á, að margt er það, sem tafið hefir fyrir þinginu; mörg mannamót, búnaðarþing, kreppufundir, og ennfremur veikindi. En ég tel þó, að nefndir hafi ekki unnið verr en áður. Ég er form. í 2 nefndum. Önnur er samgmn. Fyrir henni liggur nú ekkert mál óafgr., og hin n., landbn., hefir heldur ekkert mál fyrirliggjandi; hún hefir nú afgr. yfir 20 mál. Ég get því ekki með nokkru móti fallizt á það, að þessar aðfinnslur séu réttar.