03.05.1933
Efri deild: 62. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1075 í B-deild Alþingistíðinda. (1173)

6. mál, verðtollur

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Við 1. umr. þessa máls skýrði ég frá því f. h. Sjálfstfl. hér í þd., að við mundum greiða fyrir því, að þetta mál gengi til 2. umr., í því trausti, að stj. legði þá á næstu dögum fyrir þingið frv. til breyt. á stjskr., sem fæli í sér þá tryggingu, að Alþ. yrði rétt mynd af skoðunum og vilja kjósendanna í landinu. En við áskildum okkur að öðru leyti óbundnar hendur um þetta mál, þar til séð yrði um undirtektir Alþ. um stjskrmálið. En nú er ekkert um það séð ennþá. Ég vil aðeins bæta við þessa áður gefnu yfirlýsingu, að við munum ekki leggjast á móti því, að þetta mál gangi til 3. umr., en geymum okkur endanlega afstöðu til þessa máls samkv. því, sem áður var tekið fram og ég nú hefi rifjað upp.

Það komu fram af hálfu hæstv. forsrh. í sambandi við þessi ummæli við 1. umr. þessa máls nokkur orð, sem ég hugsaði mér að svara á sínum tíma, en ég tel það frekar eiga heima við 3. umr. Get því látið það falla niður að þessu sinni.