22.02.1933
Efri deild: 7. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1104 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

29. mál, iðju og iðnað

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þetta stutta frv. er flutt eftir beiðni iðnaðarmanna hér í bænum. Þeir fóru fram á, að lítið eitt fleiri ákvæðum laga nr. 18 31. maí 1927 yrði breytt, en stj. sá sér ekki fært að ganga lengra en hér er gert.

Þær breyt., sem hér eru ráðgerðar, eru annars svo auðsæjar og óflóknar, að það er ekki þörf að skýra þær. Ég læt mér því nægja að óska þess, að frv. verði, að þessari umr. lokinni, vísað til hv. iðnn.