22.02.1933
Efri deild: 7. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í B-deild Alþingistíðinda. (1203)

29. mál, iðju og iðnað

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það má vel vera, að ég hafi sagt, að þetta frv. væri flutt eftir beiðni iðnaðarmanna hér í bænum. Og má vera, að hv. 2. landsk. þyki það ekki nógu skýrt að orði kveðið. En beiðnin kom frá iðnráðinu. (JBald: Mér virðist það ekki liggja ljóst fyrir, hvaða iðnráð það er). Ég get ekki verið að skýra það fyrir hv. þm. (JónÞ: Hv. 2. landsk. gerist nú nokkuð ókunnugur hér í bænum). Ég sé ekki ástæðu til að víkja frá þingsköpunum á þann hátt að gera grein fyrir einstökum atriðum við þessa umr.