31.05.1933
Neðri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1236)

12. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta

Steingrímur Steinþórsson:

Frsm. allshn. er ekki viðstaddur, svo ég skal aðeins fyrir hönd n. lýsa því yfir, að hún hefir fallizt á að afgr. frv. óbreytt, eins og það kemur frá Ed. Að vísu hafa tveir af nm. skrifað undir með fyrirvara, hv. þm. Vestm. og hv. 2. þm. Rang., en mér er ekki ljóst, hvað fyrirvari þeirra þýðir, og mun heldur ekki koma inn á það atriði. Ég get að vísu getið þess, að allshn. hafði í raun og veru engan tíma til þess að athuga frv. og mynda sér sjálfstæða skoðun um það, hvort það ætti að ganga fram í því formi, sem það er. En það varð samkomulag um að leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir, því ef ætti að gera breyt. á því, mundi það ekki ná fram að ganga á þessu þingi. N. vissi líka, að stj. var það áhugamál, að frv. næði fram að ganga nú á þessu þingi, og vildi því ekki standa í veginum fyrir því.