30.05.1933
Neðri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1230 í B-deild Alþingistíðinda. (1288)

66. mál, lögreglumenn

Frsm. (Ólafur Thors):

Fjhn. hefir haft þetta frv. til athugunar, og eru allir nefndarmenn sammála um það að leggja til, að mál þetta verði afgreitt nú á þessu þingi, eins og nál. ber með sér. Þó hafa einstakir nm. óskað eftir smávægilegum breyt. á frv., og hafa óbundnar hendur um slíkar brtt., ef fram kunna að koma. Þetta mál var mikið rætt við 1. umr. hér í d., og er auk þess þrautrætt í blöðum og á mannfundum, svo að ég sé ekki ástæðu til þess að fara að gera sérstaka grein fyrir frv. f. h. n. við þessa umr. En að sjálfsögðu mun ég halda uppi svörum af n. hálfu, ef ræður annara þm. gefa tilefni til þess. N. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.