17.05.1933
Neðri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2880 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Ég viti hv. þm. V.-Húnv. fyrir að segja, að ég hafi sýnt nokkra óbilgirni í málum hér á þingi.

(HJ: Ég viti forseta fyrir að sýna óbilgirni í málum). Hann getur skotið skeytum sínum til annara, þar sem þau koma réttlátar á, en ekki til mín. Það er harla undarlegt, að þessi þm. skuli standa upp og áklaga mig fyrir að taka mál af dagskrá, þar sem áskoranir hafa komið um það frá þingmönnum, fleirum en einum, og frsm. meiri hl. n. hefir fallizt á þá ósk. — Umr. um þetta mál er lokið.

Á 84. fundi í Nd., 27. maí, utan dagskrár, mælti