27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2881 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

Afgreiðsla þingmála

Sveinbjörn Högnason:

Ég geri hér með þá fyrirspurn til hæstv. forseta, hvernig standi á því, að þáltill. (um endurskoðun á alþýðufræðslulöggjöfinni), sem lögð var fram í d. af menntmn. og útbýtt var 5. þ. m., hefir ekki ennþá verið tekin á dagskrá. 6. maí var ákveðið, að ein umr. skyldi höfð um hana. Síðan var hún tekin á dagskrá 9. þ. m., en hefir ekki sézt eftir það. Ég vil spyrja: Hvernig stendur á því, þegar þáltill. er borin fram af heilli n., að hún er ekki tekin á dagskrá, þegar mörg mál, borin fram af einstökum þm. miklu síðar, hafa verið tekin á dagskrá?