27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2881 í B-deild Alþingistíðinda. (134)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Út af fyrirspurn hv. 2. þm. Rang. vil ég taka það fram, að ég hefi ekki sérstaklega beitt mér fyrir því, að málið væri tekið á dagskrá. Um málið átti að vera ein umr., minnir mig, og þess vegna tekur það ekki langan tíma. En ég hefi hyllzt til að taka þau mál fyrir, sem þingið þarf allmikinn tíma til að fjalla um. Annars er ekkert því til fyrirstöðu, að mái þetta skuli tekið á dagskrá. (Forsrh.: Við höfum svo margt annað. — MJ: Hvað segir hæstv. forseti um innflutningshöftin?). Það mál mun verða athugað sömuleiðis.