22.03.1933
Neðri deild: 33. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í D-deild Alþingistíðinda. (1385)

69. mál, sæsímasambandið

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Hæstv. forseti ræður, hvernig hann fer með till., og má vel vera, að þetta sé leiðin, sem hann benti á. Annars vil ég taka fram, að hvort sem ein umr. eða tvær fara fram um málið, þá mundi stj. ekki fastbinda þessa samninga fyrr en þingið hefði samþ. fjárframlag í þessu skyni. Hér er um svo stóra upphæð að ræða, að ég álít ekki nema eðlilegt, að þingið vilji fá að segja sitt endanlega orð þar um.

Eins og ég tók fram áður, þá býst ég við, að þessu máli verði ekki komið lengra á næsta þingi en svo, að það liggi fyrir tilboð, sem hægt er að ganga að eða frá. Ég lýsi yfir því fyrir mitt leyti, að ef ég hefi með þessi mál að gera á næsta þingi, þá mun ég ekki fullgera um þetta án samþykkis þingsins, ef ekki er nauðsyn á að gera það áður en þing kemur saman.