22.03.1933
Neðri deild: 33. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (1392)

69. mál, sæsímasambandið

Forseti (JörB):

Ég ætla, að það, sem hv. þm. Str. heldur fram, brjóti á engan hátt í bág við ákvæði þessarar gr. Að vísu er það rétt, að deildin ákvarðar umræðurnar, en venjan er sú, að forseti geri uppástungu um, hvernig till. skuli ræða, án þess að til atkvgr. komi. Nú er ákvæði þingskapanna það, að atkvgr. um till., sem aðeins ein umr. er ákveðin um, fari fram á sama hátt og atkvgr. um till., sem tvær umr. hafa verið ákveðnar um, þ. e. við fyrri umr. þeirrar till. Það, sem því hér er að gerast nú viðvíkjandi þessari till., er atkvgr., sem fer eins fram hvort sem ein eða tvær umr. hafa verið ákveðnar. En nú á deildin eftir með þeirri atkvgr., sem ég var kominn að, að taka ákvörðun um það, hvort till. skuli fara til síðari umr.

Ég ætla þess vegna, að með þeirri atkvgr., sem á nú að fara fram, sé formi þingskapanna í þessari gr. fullkomlega fullnægt.