29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í D-deild Alþingistíðinda. (1435)

122. mál, kaup eða leigu á síldarbræðslustöð

Jón Baldvinsson:

Ég tel það ágætt, ef það næðist fram, sem til er ætlazt með till. þessari, að taka síldarbræðsluverksmiðju dr. Pauls á leigu og starfrækja hana í sambandi við síldarbræðslustöð ríkisins. En ég hefði viljað ganga lengra en hv. flm. og gefa stj. heimild til að kaupa þessa verksmiðju, og væri það góð viðbót við síldarbræðslu ríkisins, og getur verið, að ég komi með till. síðar, er fari fram á slíka heimild. En fáist ekki annað, mun ég auðvitað styðja að framgangi þessarar till.