03.03.1933
Neðri deild: 15. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2886 í B-deild Alþingistíðinda. (144)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hv. 2. þm. Reykv. er kunnugt um það út af því, sem átt hefir sér stað í utanríkismálan., að heppilegt væri vegna einstöku ákvæða, að viðtölum við Englendinga gæti verið lokið áður en norsku samningarnir kæmu til umr. hér í þinginu. Það var kunnugt um þessi viðtöl í n., þótt n. sjálf hafi enga ákvörðun tekið, og stj. hugsaði sér, að viðtölum og samningum við Englendinga yrði lokið áður en samningarnir við Norðmenn kæmu fyrir þingið. Nú er, eins og ég hefi frá skýrt, komið skeyti um það, hvers megi vænta um samningaumleitanirnar við Englendinga, og þar sem þær geta ekki orðið fyrr en að nokkrum tíma liðnum, er ekki lengur eftir neinu að bíða. — Það er rétt, sem hv. þm. G.-K. sagði, að þagnarskylda var um þennan samning, eftir samkomulagi milli samningamannanna og stj. beggja ríkjanna, unz þeim fyndist rétt, að þeir yrðu birtir. Hinsvegar get ég ekki svarað honum neinu um það, hvað ríkisstj. muni gera til afsökunar því, að samningarnir hafa nú verið birtir. Mun ég fresta slíku þangað til umkvartanir koma fram frá Norðmönnum.