02.06.1933
Efri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1281 í B-deild Alþingistíðinda. (1483)

66. mál, lögreglumenn

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. er nú komið hingað aftur frá hv. Nd., þar sem það var samþ. með öllum greiddum atkv. gegn 3. Breyt. þær, sem þar voru gerðar á frv., eru í raun og veru smávægilegar. Það hefir verið bætt inn í það á tveim stöðum: að fengnu leyfi sveitar- eða bæjarstjórnar. Ég tel það þýðingarlitla breyt., því áreiðanlega hefði aldrei komið til mála að neyða lögregluaukningu upp á nokkurt bæjarfélag án þess að spyrja það um. Þá hefir verið gerð lítilsháttar breyt. á 4. gr. og auk þess tvær aðrar gr. gerðar að einni gr. Samsteypan er nokkurnveginn hin sama að efni til og hinar gr. voru. Eitt hefir þó verið fellt niður úr þessum gr., en það er ákvæðið um borgaralega skyldu til þess að gegna lögreglustörfum, en sú breyt. er smávægileg, því vitanlega var það ekki hugmyndin að neyða nokkurn til lögreglustarfa. Vil ég svo óska, að hv. d. samþ. frv. eins og það liggur fyrir.