02.06.1933
Efri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (1486)

66. mál, lögreglumenn

Forseti (GÓ):

Mér hefir borizt svo hljóðandi skrifl. brtt. frá hv. 2. landsk.: „1. Þriðja málslið 5. gr. skal orða svo: Skipshöfnum varðskipanna og tollvörðum ríkisins verður þó ekki skipað að vinna störf lögreglumanna gegn vilja sínum.

2. 6. gr. skal falla niður“.

Þar sem brtt. þessar eru fluttar skriflega, auk þess sem þær eru of seint fram komnar, verður að leita afbrigða frá þingsköpum til þess að þær megi taka til meðferðar.