03.06.1933
Neðri deild: 94. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1292 í B-deild Alþingistíðinda. (1534)

7. mál, gengisviðauka og tekju- og eignarskattsauka

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Hv. 2. þm. Rang. telur sig afsakaðan núna. Hann bar þó ekki fram neinar till. um 100 þús. kr. lækkun. (SvbH: Ég sagðist hafa stutt að því, að hún kom fram). En till. nam ekki nema 63 þús. kr. (SvbH: Þetta er ekki rétt). Ég man þetta glöggt, því að ég gerði vitleysu í sambandi við það, því ég hélt, að upphæðin væri 83 þús., en hún var ekki nema 63 þús., svo að hann hefir lítið upp í þetta. Mér fellur það miður, að hann skuli nú skorast undan, og ég býst ekki við, að hann hafi neitt upp úr því að skorast undan þeirri ábyrgð.